Verðlaunahafinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri.
Verðlaunahafinn Hafsteinn Gunnar Sigurðsson leikstjóri.
Fyrsta bíómynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Á annan veg , fékk Baltic-verðlaunin á 53.

Fyrsta bíómynd Hafsteins Gunnars Sigurðssonar, Á annan veg , fékk Baltic-verðlaunin á 53. kvikmyndahátíðinni í Lübeck um helgina, en íslensk mynd hefur aðeins einu sinni unnið aðalverðlaun hátíðarinnar og það var árið 1994 þegar Hrafn Gunnlaugsson vann þau fyrir Hin helgu vé .

Ekki náðist í Hafstein vegna þessa fyrir prentun blaðsins en í yfirlýsingu dómnefndarinnar segir að hún hafi heillast af mínimalisma myndarinnar og hversu vel var haldið utan um heildina í þessu verki hans. Myndin fjallar um tvo vegavinnumenn uppi á heiði á Vestfjörðum sem deila ólíkri sýn á lífið og tilveruna. Aðalhlutverkin eru í höndum Sveins Ólafs Gunnarssonar og Hilmars Guðjónssonar en Þorsteinn Bachmann leikur aukahlutverk í myndinni.

Síðast þegar íslensk bíómynd vann Baltic-verðlaunin var þegar Friðrik Þór Friðriksson vann þau fyrir mynd sína Bíódagar árið 1994.