— Reuters
Oft minnir hátískan frekar á eins konar listaverk en eitthvað sem maður myndi grípa út úr fataskápnum og klæða sig í. Stundum er líka talað um rjómakökukjóla og það á sannarlega við þennan kjól sem sést hér á myndinni.

Oft minnir hátískan frekar á eins konar listaverk en eitthvað sem maður myndi grípa út úr fataskápnum og klæða sig í. Stundum er líka talað um rjómakökukjóla og það á sannarlega við þennan kjól sem sést hér á myndinni. Hér sýnir módel-samsetningu frá MGPIN sem sérhæfir sig í listilegum framsetningum á klæðnaði og förðun. Þessi óhefðbundni kjóll sem er eins og kaka sem skorin hefur verið væn sneið af var sýndur á tískuvikunni í Peking á dögunum. Hann minnir nokkuð á tískuna í Frakklandi á dögum Sólkonungsins Loðvíks 14. Hefði hvaða hefðarmær sem er sómt sér vel í slíkum kjól í Versölum. Í dag þætti þessi kjóll þó ef til vill heldur fyrirferðarmikill. Hann myndi í það minnsta ekki henta sérlega vel á dansgólfinu enda hætta á að einhver stigi á faldinn. En fallegur er hann þó og algjör listasmíð.

Klæðnaðurinn frá MGPIN var allur í svipuðum dúr á tískusýningunni. Íburðarmikill í djörfum og áberandi litum. Þá voru fjaðrir, tjull og flott efni áberandi. Módelin báru flest grímur en voru undir þeim máluð með áberandi augnmálningu.