Frank Lampard
Frank Lampard
Frank Lampard reyndist hetja Chelsea þegar liðið marði 1:0 sigur á Blackburn á Ewood Park. Lamard skoraði sigurmarkið á 50. mínútu með flugskalla og var þetta sjötta mark miðjumannsins snjalla á leiktíðinni. „Þetta var gott mark hjá Frank.

Frank Lampard reyndist hetja Chelsea þegar liðið marði 1:0 sigur á Blackburn á Ewood Park. Lamard skoraði sigurmarkið á 50. mínútu með flugskalla og var þetta sjötta mark miðjumannsins snjalla á leiktíðinni.

„Þetta var gott mark hjá Frank. Hann kom á hárréttum tíma inn í vítateiginn. Hann er iðinn við þetta og skorar mörg mörk fyrir okkur,“ sagði Andre-Villas Boas eftir leikinn en fyrir hann hafði Chelsea tapað tveimur leikjum í röð í deildinni.

*Kenny Dalglish, knattspyrnustjóri Liverpool, var hundfúll með frammistöðu sinna manna eftir markalaust jafntefli á móti nýliðum Swansea á Anfield. Þetta var þriðja jafntefli Liverpool í röð í deildinni.

„Þetta var ekki ásættanleg frammistaða hjá liðinu. Ég veit hvað liðið er fært um að gera en mínir menn léku undir getu,“ sagði Dalglish. Andy Carroll komst næst því að skora en hann þrumaði í stöngina af stuttu færi. Swansea fékk líka sín færi en liðið bar enga virðingu fyrir mótherjum sínum og verðskuldaði stigið.

gummih@mbl.is