Hönnun Flík nokkuð í anda Rauðhettu frá Öglu Stefánsdóttur fatahönnuði.
Hönnun Flík nokkuð í anda Rauðhettu frá Öglu Stefánsdóttur fatahönnuði.
Að heiman og heim kallast sýning á lokaverkefnum sex austfirskra listaháskólanema sem nýlega var opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Að heiman og heim kallast sýning á lokaverkefnum sex austfirskra listaháskólanema sem nýlega var opnuð í Sláturhúsinu á Egilsstöðum.

Það er Þorpið hönnunarsamfélag sem stendur að sýningunni en það vinnur að eflingu vöruhönnunar og handverks á Austurlandi. Í því samhengi er mikilvægt að efla listnám og endurmenntun á svæðinu ásamt því að auka þekkingu almennings á faglegri hönnun.

Fjölmargt ungt fólk fætt og uppalið á Austurlandi hefur á undanförnum árum lært hönnun víðsvegar um heiminn. Á sýningunni nú sýna sex einstaklingar lokaverkefni sín, ýmist BA lokaverkefni eða mastersverkefni sín. Hönnuðurnir eru þeir

Helga Jósepsdóttir vöruhönnuður á Eskifirði, Soffía Tinna Hjörvarsdóttir arkitekt á Egilsstöðum, Sigrún Halla Unnarsdóttir fatahönnuður á Egilsstöðum, Guðmundur Ingi Úlfarsson grafískur hönnuður á Fáskrúðsfirði, Agla Stefánsdóttir fatahönnuður í Fellabæ og Sylvía Dögg Halldórsdóttir myndlistarkona á Reyðarfirði.