Guðmundur Hólmar Helgason
Guðmundur Hólmar Helgason
Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum 20 ára og yngri tapaði öllum þremur viðureignum sínum á opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Noregi um helgina. Þeir töpuðu stórt fyrir heimamönnum í fyrsta leik og aftur fyrir Svíum á laugardaginn.

Íslenska landsliðið í handbolta skipað drengjum 20 ára og yngri tapaði öllum þremur viðureignum sínum á opna Norðurlandamótinu sem fram fór í Noregi um helgina. Þeir töpuðu stórt fyrir heimamönnum í fyrsta leik og aftur fyrir Svíum á laugardaginn. Í síðasta leiknum í gær töpuðu þeir svo fyrir Tékkum með fimm marka mun 31:26. Guðmundur Hólmar Helgason, leikmaður Akureyrar, var markahæstur íslensku strákanna á mótinu en hann skoraði níu mörk gegn Tékkum. Hann varð jafnframt markahæsti maður mótsins ásamt Jan Vocasek frá Tékklandi.

Svo virðist miðað við þessi úrslit að íslensku strákarnir séu að dragast aftur úr sínum jafnöldrum og sérstakt áhyggjuefni eru stór töp fyrir jafnöldrum þeirra á Norðurlöndunum.

Svíar fóru taplausir í gegnum mótið en Norðmenn höfnuðu í öðru sæti og Tékkar í því þriðja. Ísland fékk auk þess langflest mörk á sig eða 100. omt@mbl.is