Harður Rúrik Gíslason var valinn maður leiksins þegar lið hans OB gerði jafntefli gegn Bröndby 0:0.
Harður Rúrik Gíslason var valinn maður leiksins þegar lið hans OB gerði jafntefli gegn Bröndby 0:0. — Morgunblaðið/Ómar
Rúrik Gíslason var í gær valinn maður leiksins þegar OB gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann spilaði allan leikinn í sinni stöðu á hægri kanti.

Rúrik Gíslason var í gær valinn maður leiksins þegar OB gerði markalaust jafntefli á heimavelli gegn Bröndby í dönsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann spilaði allan leikinn í sinni stöðu á hægri kanti. „Ég hef ekki fengið tækifæri á hægri kantinum. Ef ég segi alveg eins og er þá skil ég það ekki. Það var því mikilvægt fyrir mig að svara með svona leik. Ég vil auðvitað meina að ég eigi að spila hvern einasta leik og í minni stöðu.“

Rúrik tjáði sig í fjölmiðlum á dögunum þar sem hann var ekki ánægður með hlutskipti sitt hjá OB. Hann segir þó ekki neitt að samskiptum hans og þjálfara liðsins Henrik Clausen. „Ég held að það komi oft upp sú staða að þú skilur ekki ákvarðanatöku þjálfarans. Maður verður bara að lifa með því. Það er ekkert stirt á milli okkar og hefur aldrei verið,“ sagði Rúrik

OB er í áttunda sæti deildarinnar en Rúrik sér fram á bjartari tíma. „Við spiluðum vel í dag [gær] og áttum að vinna, þetta var okkar langbesti leikur. Ég átti til að mynda að fá vítaspyrnu seint í leiknum. Þetta lítur allt miklu betur út og virðist vera að þokast í rétta átt. Það er auðvitað engan vegin ásættanlegt að vera í 8. sæti. Ég vona bara að ég geti hjálpað liðinu áfram.“ omt@mbl.is