16. desember 1916 Átta þingmenn, aðallega úr hópi bænda, stofnuðu Framsóknarflokkinn. Fyrsti formaður hans var Ólafur Briem. 16. desember 1967 Hafin var sala á mjólk í fernum.

16. desember 1916

Átta þingmenn, aðallega úr hópi bænda, stofnuðu Framsóknarflokkinn. Fyrsti formaður hans var Ólafur Briem.

16. desember 1967

Hafin var sala á mjólk í fernum. Áður voru hyrnur og flöskur helstu umbúðirnar og höfðu tekið við af mjólkurbrúsum.

16. desember 1993

Guðlaugur Pálsson kaupmaður lést, 97 ára. Hann stofnaði verslun á Eyrarbakka árið 1917 og rak hana til dauðadags eða í 76 ár.

16. desember 2008

Til átaka kom milli lögreglu og mótmælenda framan við Ráðherrabústaðinn við Tjarnargötu áður en ríkisstjórnarfundur hófst þar. Ráðherrarnir fóru flestir inn um bakdyr.

Dagar Íslands | Jónas Ragnarsson