Harpa Jólatónar muna hljóma á aðvetnunni í tónlistarhúsinu.
Harpa Jólatónar muna hljóma á aðvetnunni í tónlistarhúsinu. — Morgunblaðið/Júlíus
Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu á sunnudag kl. 17.

Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur verða haldnir í Norðurljósasal Hörpu á sunnudag kl. 17. Á efnisskrá tónleikanna eru jólakonsertar eftir ítölsku barokktónskáldin Arcangelo Corelli, Giuseppe Torelli og Pietro Antonio Locatelli, Concerto grosso fyrir blokkflautu og óbó eftir Alessandro Scarlatti og blokkflautukonsertar eftir Antonio Vivaldi og Nicola Fiorenza, auk Jólasinfóníu eftir Gaetano Maria Schiassi.

Jólatónleikar Kammersveitarinnar hafa jafnan farið fram í Áskirkju, en verða nú í Hörpu í fyrsta sinn. Gestir Kammersveitarinnar eru semballeikarinn Claudio Ribeiro og blokkflautuleikarinn Inês d'Avena. Önnur einleikshlutverk á jólatónleikunum eru í höndum Unu Sveinbjarnardóttur konsertmeistara, Helgu Þóru Björgvinsdóttur fiðluleikara og Matthíasar Nardeau óbóleikara.