Millennium Ekki missa af spennandi glæpaseríu.
Millennium Ekki missa af spennandi glæpaseríu.
Ríkissjónvarpið hóf sl. þriðjudag að sýna sjónvarpsþáttaröð í sex hlutum sem nefnist Millennium .

Ríkissjónvarpið hóf sl. þriðjudag að sýna sjónvarpsþáttaröð í sex hlutum sem nefnist Millennium . Hér er á ferðinni þáttaröð sem byggist á glæpasöguþríleiknum eftir Stieg Larsson sem notið hefur gríðarlegra vinsælda síðan hún kom fyrst út í Svíþjóð á árunum 2005-2007. Bækur Larssons hafa verið þýddar á fjölmörg tungumál og nýverið var frumsýnd bandarísk endurgerð á fyrstu myndinni sem upphaflega var frumsýnd 2009.

Stuttu eftir að hafa lesið allar bækur Larssons í þríleiknum á frummálinu rakst undirrituð á franska þýðingu þeirra og rak þá í rogastans. Franski þýðandinn hafði valið að þýða titil fyrstu bókar þríleiksins sem á sænsku nefnist Män som hatar kvinnor eða Karlar sem hata konur sem Les hommes qui n'aimaient pas les femmes en á íslensku útleggst það sem Karlar sem elska ekki konur. Þetta er afleidd þýðing á annars góðum titli sem snýr merkingunni á hvolf, því hún felur í sér alvarlega rökvillu þar sem karlar sem elska ekki konur eru ekki nauðsynlega sami hópurinn og karlar sem hata konur. Í bókum Larssons fer hins vegar ekkert á milli mála hvað Lisbeth Salander finnst um karla sem raunverulega hata konur og hvernig það hatur birtist.

Silja Björk Huldudóttir

Höf.: Silja Björk Huldudóttir