Björg Atla
Björg Atla
Ný stendur sýning á verkum Bjargar Atla í Menningarsal Hrafnistu í Hafnarfirði. Á sýningunni eru 19 nýleg akrýlmálverk, litrík verk og ljóðræn í óhlutbundnum expressionískum stíl. Sýningin stendur til 3. janúar og er öllum opin frá kl. 14.30 til 19.

Ný stendur sýning á verkum Bjargar Atla í Menningarsal Hrafnistu í Hafnarfirði. Á sýningunni eru 19 nýleg akrýlmálverk, litrík verk og ljóðræn í óhlutbundnum expressionískum stíl. Sýningin stendur til 3. janúar og er öllum opin frá kl. 14.30 til 19.

Björg útskrifaðist úr málaradeild Myndlista- og handíðaskóla Íslands 1982. Hún hefur verið með eigin vinnustofu síðan 1982 og kenndi málun á námskeiðum í Myndlistaskólanum í Reykjavík 1982-87. Þetta er fyrsta einkasýning Bjargar á árinu, en hún hefur tekið þátt í þremur samsýningum á vegum Grósku.