Styrkur (f.v.) Ásgerður Sverrisdóttir, formaður vísindaráðs Krabbameinsfélagsins, Tryggvi Þorgeirsson, Stefán Þ. Sigurðsson, Jón Þór Bergþórsson, Sigríður Klara Böðvarsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Jakob Jóhannsson, varaformaður Krabbameinsfélags Íslands.
Styrkur (f.v.) Ásgerður Sverrisdóttir, formaður vísindaráðs Krabbameinsfélagsins, Tryggvi Þorgeirsson, Stefán Þ. Sigurðsson, Jón Þór Bergþórsson, Sigríður Klara Böðvarsdóttir, Jóhanna E. Torfadóttir og Jakob Jóhannsson, varaformaður Krabbameinsfélags Íslands.
Í haust auglýsti Krabbameinsfélag Íslands eftir umsóknum um styrki til vísindarannsókna á krabbameinum hjá körlum.

Í haust auglýsti Krabbameinsfélag Íslands eftir umsóknum um styrki til vísindarannsókna á krabbameinum hjá körlum. Ákveðið var að veita fimm styrki, samtals að upphæð 2,5 milljónir króna, sem skiptast þannig að einn styrkur er ein milljón króna, tveir styrkir eru 500.000 krónur og tveir styrkir 250.000 krónur. Átta umsóknir bárust.

Sigríður Klara Böðvarsdóttir sameindalíffræðingur hlýtur 1.000.000 kr. styrk til sameindalíffræðilegrar greiningar á skæðu blöðruhálskirtilskrabbameini.

Jón Þór Bergþórsson sameindalíffræðingur hlýtur styrk til rannsókna á þroskun og krabbameinsmyndun blöðruhálskirtilþekju. Stefán Þ. Sigurðsson sameindalíffræðingur hlýtur styrk til að rannsaka áhrif stökkbreytinga ákveðins gens á framvindu blöðruhálskirtilskrabbameins. Jóhanna E. Torfadóttir doktorsnemi hlýtur styrk til rannsókna á næringu, lífsháttum og hættu á krabbameini í blöðruhálskirtli. Tryggvi Þorgeirsson læknir hlýtur styrk til að rannsaka hvort magn ákveðins próteins í vefjasýnum við greiningu geti sagt fyrir um horfur í blöðruhálskirtilskrabbameini og bætt ákvörðun um meðferð.