Sveitaballastuð Strákarnir í hljómsveitinni Land og synir árið 1999.
Sveitaballastuð Strákarnir í hljómsveitinni Land og synir árið 1999. — Morgunblaðið/Jim Smart
Próflokaball verður haldið á Gauki á Stöng í kvöld og leikur þar fyrir dansi hljómsveitin Land og synir. Hljómsveitin hefur verið iðin í gegnum tíðina við sveitaballaleik og er nú komin aftur á stjá eftir að hafa legið í dvala.
Próflokaball verður haldið á Gauki á Stöng í kvöld og leikur þar fyrir dansi hljómsveitin Land og synir. Hljómsveitin hefur verið iðin í gegnum tíðina við sveitaballaleik og er nú komin aftur á stjá eftir að hafa legið í dvala. Land og synir ætlar að rifja upp gamla takta og bjóða upp á sveitaball á mölinni, eins og segir í tilkynningu, í tilefni prófloka. Ballið byrjar kl. 23.30.