Ragna Sigurðardóttir
Ragna Sigurðardóttir
Ragna Sigurðardóttir myndlistargagnrýnandi og rithöfundur tekur þátt í spjalli um sýningu Daða Guðbjörnssonar Á slóðum Ódysseifs, en hún skrifar texta um verk og feril Daða í bók sem Opna gaf út samhliða sýningunni.

Ragna Sigurðardóttir myndlistargagnrýnandi og rithöfundur tekur þátt í spjalli um sýningu Daða Guðbjörnssonar Á slóðum Ódysseifs, en hún skrifar texta um verk og feril Daða í bók sem Opna gaf út samhliða sýningunni.

Sýningin er tvískipt, annars vegar verk sem Daði hefur málað á undanförnum þremur árum og hins vegar eldri verk frá 1998-2008. Daði hóf feril sinn þegar „Nýja málverkið“ svokallaða kom fyrst fram á Íslandi og einkennast eldri verk hans af hrárri og sjálfsprottinni framsetningu, en stíll hans hefur þróast í átt að mýkri og fágaðri tjáningarmáta.