Hellisheiði Borholur orsaka skjálfta.
Hellisheiði Borholur orsaka skjálfta. — Morgunblaðið/Rax
Smáskjálftahrina átti sér stað á Hellisheiði aðfaranótt þriðjudagsins. Um tuttugu skjálftar voru í hrinunni, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, og sá stærsti mældist um tveir að stærð.

Smáskjálftahrina átti sér stað á Hellisheiði aðfaranótt þriðjudagsins. Um tuttugu skjálftar voru í hrinunni, samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands, og sá stærsti mældist um tveir að stærð. Að öðru leyti hefur verið frekar hljóðlegt á Hellisheiði að undanförnu.

Um 1.300 jarðskjálftar mældust með SIL mælakerfi Veðurstofunnar í nóvember nýliðnum. Stærsti jarðskjálftinn var 3,5 að stærð með upptök í sunnanverðri Kötluöskju þann 8. nóvember. Flestir jarðskjálftar í mánuðinum voru staðsettir undir Mýrdalsjökli og við Húsmúla á Hellisheiði segir í frétt á vef Veðurstofunnar. Mesta virknin í mánuðinum var við Húsmúla við Hellisheiðarvirkjun. Þar mældist fjöldi smáskjálfta, þeir stærstu af stærð Ml 2,5, en þeir minnstu um Ml -0,4.

ingveldur@mbl.is