Jólalög Kór Langholtskirkju heldur Jólasöngva sína í þrítugasta og fjórða sinn í kvöld, annað kvöld og á sunnudag.
Jólalög Kór Langholtskirkju heldur Jólasöngva sína í þrítugasta og fjórða sinn í kvöld, annað kvöld og á sunnudag.
Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir nú um helgina og meðal annars frumflytur Eivør Pálsdóttir nýtt jólalag sitt á tónleikunum. Ásamt Kór Langholtskirkju syngur Gradualekór Langholtskirkju. Jón Stefánsson stjórnar.

Jólasöngvar Kórs Langholtskirkju verða haldnir nú um helgina og meðal annars frumflytur Eivør Pálsdóttir nýtt jólalag sitt á tónleikunum. Ásamt Kór Langholtskirkju syngur Gradualekór Langholtskirkju. Jón Stefánsson stjórnar.

Lag Eivarar, sem hún nefnir Jólaminnir, vitraðist henni í draumi fyrir stuttu og hún tileinkar það öllum sem ekki eru með okkur lengur og við söknum sérstaklega á jólunum. Hún hefur sérstaklega í huga föður sinn sem lést á árinu.

Kórar Langholtskirkju flytja jólalög hvor fyrir sig og einnig saman. Gestakór verður Táknmálskórinn. Hljóðfæraleik annast Hallfríður Ólafsdóttir og Arna Kristín Einarsdóttir á flautur, Monika Abendroth á hörpu og Lára Bryndís Eggertsdóttir á orgel. Einnig leika þeir Kjartan Valdemarsson á píanó, Gunnar Hrafnsson á bassa og Pétur Grétarsson á trommur.

Einsöngvarar eru Andri Björn Róbertsson, Eivør Pálsdóttir, Guðrún Matthildur Sigurbergsdóttir og Ólöf Kolbrún Harðardóttir. Einnig syngja kórfélagar úr Gradualekór Langholtskirkju einsöng.

Alls verða fernir tónleikar að þessu sinni, hinir fyrstu í kvöld kl. 23, þá á morgun, laugardag, kl. 20 og 23 og loks á sunnudag kl. 20.