Þessi eftirréttur er ávallt vinsæll um hátíðir. Hann hefur fylgt kynslóðum en margir þekkja hann frá ömmum sínum eða langömmum. 5 eggjarauður 5 msk.

Þessi eftirréttur er ávallt vinsæll um hátíðir. Hann hefur fylgt kynslóðum en margir þekkja hann frá ömmum sínum eða langömmum.

5 eggjarauður

5 msk. sykur

1 dl sérrí

3 dl rjómi

4 plötur matarlím

Leggið matarlímið í kalt vatn í fimm mínútur til að mýkja það.

Þeytið saman eggjarauður og sykur. Bætið sérríi og þeyttum rjóma saman við.

Sjóðið ½ lítra af vatni og kælið aðeins niður. Hrærið einni og einni matarlímsplötu saman við þar til það leysist upp. Hellið matarlíminu í mjórri bunu út í eggjahræruna.

Hellið frómasnum í glös eða fallega skál og látið stífna yfir nótt. Skreytið með ferskum berjum að vild.

elal@simnet.is