Farinn Woodford, fyrrverandi forstjóri Olympus, ljóstraði upp um víðtækt svindl.
Farinn Woodford, fyrrverandi forstjóri Olympus, ljóstraði upp um víðtækt svindl. — Reuters
Hlutabréf í japanska myndavélaframleiðandanum Olympus lækkuðu um 21% í kauphöllinni í Tókýó í gær vegna ótta fólks um að það þurfi að auka hlutafé fyrirtækisins verulega og virði hlutabréfa muni þynnast út .

Hlutabréf í japanska myndavélaframleiðandanum Olympus lækkuðu um 21% í kauphöllinni í Tókýó í gær vegna ótta fólks um að það þurfi að auka hlutafé fyrirtækisins verulega og virði hlutabréfa muni þynnast út .

Tap Olympus á fyrstu sex mánuðum rekstrarársins nam 32,3 milljörðum jena, rúmum 50 milljörðum króna. Er fyrirtækið enn á athugunarlista kauphallarinnar á meðan rannsókn stendur yfir á bókhaldsbrellum þess en talið er að þeir hafi falsað bókhaldið um fimm ára skeið.