Litaríferð. Norður &spade;D9 &heart;Á863 ⋄9532 &klubs;Á72 Vestur Austur &spade;G83 &spade;K765 &heart;DG109 &heart;72 ⋄D8 ⋄KG107 &klubs;10863 &klubs;G94 Suður &spade;Á1042 &heart;K54 ⋄Á64 &klubs;KD5 Suður spilar 3G.

Litaríferð.

Norður
D9
Á863
9532
Á72
Vestur Austur
G83 K765
DG109 72
D8 KG107
10863 G94
Suður
Á1042
K54
Á64
KD5
Suður spilar 3G.

Í nýjustu útgáfu alfræðiritsins um brids (Encyclopedia of Bridge) eru 56 blaðsíður helgaðar hinum ýmsu litasamsetningum með útreiknuðum líkum á bestu „íferð“. Lítum á spaðalitinn að ofan. Suður fær út hjartadrottningu gegn 3G og býst við að þurfa tvo aukaslagi á spaðann. Hvernig á hann að „fara í“ litinn?

Rétta íferðin er að spila fyrst smáu á níuna í borði. Þá er vonin sú að vestur sér með gosann, annan eða þriðja. Austur getur flækt málin með því að dúkka spaðaníuna, en sagnhafi svarar með því að spila drottningunni næst, drepa kóng austurs og spila svo smáu í bláinn. Gosinn slær þá vindhögg og tían fríast.

Á þennan máta fást þrír slagir á spaðann í um það bil 20% tilfella.