Líkneski Snorri Sturluson í Reykholti en styrkirnir eru kenndir við hann.
Líkneski Snorri Sturluson í Reykholti en styrkirnir eru kenndir við hann. — Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Úthlutað hefur verið úr styrktarsjóði kenndum við Snorra Sturluson fyrir árið 2012, en alls bárust úthlutunarnefnd 93 umsóknir frá þrjátíu löndum. Nataliya L.

Úthlutað hefur verið úr styrktarsjóði kenndum við Snorra Sturluson fyrir árið 2012, en alls bárust úthlutunarnefnd 93 umsóknir frá þrjátíu löndum. Nataliya L. Ogurechnikova, prófessor við Kennaraháskólann í Moskvu, fékk styrk til að rannsaka lýsingarorð í íslenskum miðaldabókmenntum og þá sérstaklega eddukvæðum, Oleksandr Goluzubov, prófessor við Tækniháskólann í Kharkiv í Úkraínu, til að rannsaka háð og kímni í miðaldabókmenntum og Michalis Gennaris, rithöfundi í Aþenu, til að vinna að skáldsögu sem mun byggjast á Vatnsdæla sögu. Öll hlutu þau styrk til þriggja mánaða.

Ríkisstjórn Íslands ákvað í tilefni af 750. ártíð Snorra Sturlusonar, 23. september 1991, að efna til styrkja sem kenndir yrðu við nafn hans. Samkvæmt reglum um styrkina, sem gefnar voru út 1992, skulu þeir árlega boðnir erlendum rithöfundum, þýðendum og fræðimönnum til að dveljast á Íslandi í því skyni að kynnast sem best íslenskri tungu, menningu og mannlífi. Styrkirnir skulu veittir í þrjá mánuði hið minnsta og miðast við greiðslu á ferðakostnaði styrkþega og dvalarkostnaði innanlands.