Karlar á Akureyri og nágrenni verða fyrstir til að njóta aukinnar þjónustu við karla sem vilja losna úr vítahring ofbeldisbeitingar og mun Kristján Már Magnússon sálfræðingur hafa umsjón með meðferðinni.
Karlar á Akureyri og nágrenni verða fyrstir til að njóta aukinnar þjónustu við karla sem vilja losna úr vítahring ofbeldisbeitingar og mun Kristján Már Magnússon sálfræðingur hafa umsjón með meðferðinni. Verkefnið Karlar til ábyrgðar er sérhæft meðferðartilboð fyrir karla sem beita maka sinn ofbeldi. Sálfræðingarnir Andrés Ragnarsson og Einar Gylfi Jónsson hafa byggt meðferðarúrræðið upp og notið til þess handleiðslu frá Alternativ til vold í Noregi. Frá því að verkefnið var endurvakið árið 2006 hafa 140 karlar komið í viðtöl á höfuðborgarsvæðinu og fullt hefur verið í hópmeðferð sem er einnig í boði.