* Í kvöld kl. 22 verða haldnir tónleikar með yfirskriftinni Oddkrist aðventa og obláta, á Bítlabarnum Ob-La-Di Ob-La-Da, að Frakkastíg 8.
* Í kvöld kl. 22 verða haldnir tónleikar með yfirskriftinni Oddkrist aðventa og obláta, á Bítlabarnum Ob-La-Di Ob-La-Da, að Frakkastíg 8. Á þeim mun Guðlaugur Kristinn Óttarsson ásamt hljómsveitum flytja aðventuhugvekjur af ýmsum toga, eins og segir í tilkynningu, en meðal þeirra sem koma fram eru Hafsteinn Michael Guðmundsson, Eðvarð Lárusson, Jóhann Eiríksson, Hafþór Ólafsson, Georg Pétur Sveinbjörnsson, Gímaldin Magister og Monika Frycova en leynigestir munu einnig birtast á sviði.
Á boðstólum verða oblátur og messuvínsídýfur.