— Morgunblaðið/Golli
Hér má sjá vaska menn fella gamalt tré við Fjölnisveg í Reykjavík. Að sögn Magnúsar Haraldssonar trjáfellingarmanns var tréð orðið mjög stórt og skyggði á, auk þess sem lús var í því. Tréð var frá um 1920.
Hér má sjá vaska menn fella gamalt tré við Fjölnisveg í Reykjavík. Að sögn Magnúsar Haraldssonar trjáfellingarmanns var tréð orðið mjög stórt og skyggði á, auk þess sem lús var í því. Tréð var frá um 1920. Sækja þarf um leyfi til að fella svona stór og gömul tré og það fæst ekki nema góð ástæða sé fyrir fellingunni. Enginn sóttist eftir því að fá það að jólatré, enda þótti það ekki fallegt og var að auki 15 metra hátt.