— Morgunblaðið/Jónas Erlendsson
Ökumaður flutningabifreiðar með mjólkurvagn í eftirdragi slapp með skrámur þegar bíllinn valt á Suðurlandsvegi við Kerlingadalsá um kl. 19:30 í gærkvöldi. Talið er að nokkur þúsund lítrar af mjólk hafi lekið úr mjólkurtönkunum við veltuna.

Ökumaður flutningabifreiðar með mjólkurvagn í eftirdragi slapp með skrámur þegar bíllinn valt á Suðurlandsvegi við Kerlingadalsá um kl. 19:30 í gærkvöldi. Talið er að nokkur þúsund lítrar af mjólk hafi lekið úr mjólkurtönkunum við veltuna.

Að sögn lögreglunnar á Hvolsvelli fór tengivagninn að rása í hálku með þeim afleiðingum að bílstjórinn missti stjórn á ökutækinu, sem hafnaði á hliðinni utan vegar. Aðstoð barst fljótt, að sögn lögreglu, en annar flutningabíll kom rétt á eftir þeim sem hafnaði utan vegar. Bílstjórinn hlaut aðeins skrámur og minniháttar áverka.