Samvera Gengið til friðar með lifandi ljós.
Samvera Gengið til friðar með lifandi ljós. — Morgunblaðið/Sverrir
Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu í rúma þrjá áratugi. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17.45 og leggur gangan af stað klukkan 18.00. Friðarhreyfingarnar munu selja kerti fyrir göngufólk á Hlemmi.

Íslenskir friðarsinnar hafa efnt til friðargöngu niður Laugaveginn á Þorláksmessu í rúma þrjá áratugi. Safnast verður saman á Hlemmi frá klukkan 17.45 og leggur gangan af stað klukkan 18.00.

Friðarhreyfingarnar munu selja kerti fyrir göngufólk á Hlemmi. Í lok göngu verður fundur á Lækjartorgi þar sem Magnús Þorkelsson, aðstoðarskólastjóri í Flensborgarskóla, flytur ávarp en fundarstjóri er Bryndís Björgvinsdóttir, þjóðfræðingur og rithöfundur. Söngfólk úr Hamrahlíðarkórnum og Kór Menntaskólans við Hamrahlíð syngur í göngunni og við lok fundar undir stjórn Þorgerðar Ingólfsdóttur.