Kassinn. N-Allir. Norður &spade;75 &heart;ÁG875 ⋄5 &klubs;KDG98 Vestur Austur &spade;1043 &spade;ÁG6 &heart;KD102 &heart;93 ⋄108743 ⋄ÁD62 &klubs;4 &klubs;7532 Suður &spade;KD982 &heart;64 ⋄KG9 &klubs;Á106 Suður spilar 3G.

Kassinn. N-Allir.

Norður
75
ÁG875
5
KDG98
Vestur Austur
1043 ÁG6
KD102 93
108743 ÁD62
4 7532
Suður
KD982
64
KG9
Á106
Suður spilar 3G.

Hinn dæmigerði bridsspilari nálgast öll verkefni eins og ósamsetta IKEA-mublu: sturtar úr kassanum á mitt stofugólfið og ræðst svo til atlögu. Ef eitthvað vantar í kassann fer hillan ekki upp – svo einfalt er það. Honum dettur ekki í hug að leita fanga „outside the box“.

Austur átti fullt af dóti í kössum sínum og handröðum, en ekkert dugði á verkefnið sem við var að etja. Norður opnaði á 1, suður sagði 1, norður 2 og suður sleit talinu með afgerandi stökki í 3G. Vestur kom út með 4, og austur... opnaði kistuna sína, tók upp Á og spilaði tvistinum til baka. Sagnhafi svínaði gosanum, sótti slag á spaða og lagði upp.

Hvað gat austur gert? Hann gat prófað D í fyrsta slag, spilað svo litlu undan ásnum síðar í gegnum G-9.