Reykjanesmótið í tvímenningi Harpa Fold Ingólfsdóttir og Jón Bjarki Stefánsson urðu Reykjanesmeistarar í tvímenningi en mótið fór fram sunnudaginn 11. des.

Reykjanesmótið í tvímenningi

Harpa Fold Ingólfsdóttir og Jón Bjarki Stefánsson urðu Reykjanesmeistarar í tvímenningi en mótið fór fram sunnudaginn 11. des. Bræðurnir Oddur og Árni Hannessynir sigruðu hins vegar í mótinu en urðu þó ekki Reykjanesmeistarar þar sem annar þeirra er félagsmaður utan svæðis.

Ísak Örn Sigurðsson og Helgi Sigurðsson urðu í öðru sæti í mótinu en þeir voru gestapar.

Harpa og Jón Bjarki urðu í þriðja sæti, sem eins og fyrr sagði dugði til sigurs í Reykjanesmótinu. Skafti Þórisson og Grethe Íversen urðu í fjórða sæti og fengu silfurverðlaunin og Hulda Hjálmarsdóttir og Andrés Þórarinsson urðu fimmtu og fengu brons.

Bridsdeild Félags eldri borgara í Reykjavík

Tvímenningskeppni spiluð í Ásgarði, Stangarhyl 4, fimmtudaginn 15. desember. Spilað var á 19 borðum. Meðalskor: 312 stig.

Árangur N-S:

Oddur Halldórss. –

Ásgrímur Aðalsteinss. 425

Valdimar Ásmundsson –

Björn Pétursson 372

Hlynur Antonsson –

Auðunn Guðmss. 352

Rafn Kristjánsson –

Júlíus Guðmss. 350

Árangur A-V:

Ágúst Vilhelmss. –

Kári Jónsson 360

Bergur Ingimundars. –

Axel Lárusson 355

Magnús Jónsson –

Gunnar Jónsson 354

Þröstur Sveinsson –

Rúnar Sveinsson 352