Íslenski söfnuðurinn í Noregi hefur fært Hjálparstarfi kirkjunnar 100 þúsund norskar krónur sem svarar til rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna.

Íslenski söfnuðurinn í Noregi hefur fært Hjálparstarfi kirkjunnar 100 þúsund norskar krónur sem svarar til rúmlega tveggja milljóna íslenskra króna.

Er styrknum ætlað að renna til hjálparstarfs kirkjunnar fyrir jólin og vilja Íslendingar í Noregi með því leggja löndum sínum heima lið. Með styrknum fylgja hlýjar jólakveðjur.

Styrkurinn er veittur í nafni Ólafíusjóðs, sem starfar á vegum íslenska safnaðarins og er Sigríður Dúna Kristmundsdóttir, fyrrverandi sendiherra, formaður stjórnar.