Íslandssjóðir hf., dótturfélag Íslandsbanka, og Arctica Finance hf. hafa undirritað samning um sölu hlutdeildarskírteina sjóða Íslandssjóða.
Íslandssjóðir hf., dótturfélag Íslandsbanka, og Arctica Finance hf. hafa undirritað samning um sölu hlutdeildarskírteina sjóða Íslandssjóða. Arctica Finance mun annast sölu og innlausn viðskiptavina sinna á hlutdeildarskírteinum í verðbréfa- og fjárfestingarsjóðum Íslandssjóða. Arctica starfar samkvæmt heimild og undir eftirliti FME og býður upp á eignastýringu ásamt fyrirtækjaráðgjöf og markaðsviðskiptum.