Glerhúsið við Austurvöll Í þinghúsviðtali hinn daginn vissi Jóhanna ráðherra ekki, að allt of margir Íslendingar flytja úr landi.
Glerhúsið við Austurvöll
Í þinghúsviðtali hinn daginn vissi Jóhanna ráðherra ekki, að allt of margir Íslendingar flytja úr landi. Jóhanna Vigdís hefði átt að spyrja Jóhönnu ráðherra um hvort hún vissi, að margir landar okkar hefðu ekki efni á að kaupa brauð. Ég get mér til um að hún hefði spurt til baka hvort þetta fólk gæti ekki bara borðað kökur. Það væru jú að koma jól.
Ein venjuleg Gunna.
Ætla íslenskir jólasveinar að hætta að tala íslensku við íslensk börn?
Í sjónvarpsfréttum RÚV 18. desember sl. var frétt, þar sem íslenskir jólaveinar svöruðu spurningum íslenskra barna. Annar þeirra svaraði spurningu um Grýlu þannig að hún væri á diet. Furðulegt. Þótt íslenskir jólasveinar telji sig mellufæra í ensku þurfa þeir ekki að auglýsa það við alþjóð.
Áskrifandi sjónvarps RÚV.
Svarað í síma 5691100 frá 10-12 velvakandi@mbl.is