M:I 4 Cruise í kröppum dansi í Mission: Impossible – Ghost Protocol.
M:I 4 Cruise í kröppum dansi í Mission: Impossible – Ghost Protocol.
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Fjórða kvikmyndin í Mission: Impossible-syrpunni, Mission: Impossible – Ghost Protocol er sú tekjuhæsta að liðinni bíóhelgi hér á Fróni, enda hasar eins og hann gerist bestur.
Fjórða kvikmyndin í Mission: Impossible-syrpunni, Mission: Impossible – Ghost Protocol er sú tekjuhæsta að liðinni bíóhelgi hér á Fróni, enda hasar eins og hann gerist bestur. Að vanda fer Tom Cruise mikinn í hlutverki hörkutólsins Ethans Hunts, þess er fer fyrir úrvalsliði á vegum Bandaríkjastjórnar sem falið er að leysa hin ýmsu, óleysanlegu verkefni. Alvin og íkornarnir 3 fylgir í kjölfarið, leikin mynd með teiknimyndaívafi. Stígvélaði kötturinn er þriðja tekjuhæsta myndin en rýnt er í hana hér til hliðar. Sprelligosarnir Harold og Kumar detta niður um þrjú sæti, úr fyrsta sæti í það fjórða, þ.e. A Very Harold and Kumar 3D Christmas.