Hlaup Sífellt fleiri stunda ýmiss konar hlaup sér til heilsuræktar.
Hlaup Sífellt fleiri stunda ýmiss konar hlaup sér til heilsuræktar.
Í ár stendur vefsíðan hlaup.is í þriðja skipti fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum.

Í ár stendur vefsíðan hlaup.is í þriðja skipti fyrir vali á langhlaupara ársins, bæði í karla- og kvennaflokki. Þá er einkum verið að horfa til afreka í götu- og utanvegahlaupum. Afrek er afstætt, getur verið góður tími miðað við aldur, óvenjulegt verkefni, þrautseigja og kjarkur eða hvaðeina sem hægt er að meta til viðurkenningar.

Alls bárust 34 tilnefningar til langhlaupara ársins 2011. Af þeim valdi valnefnd í þetta skiptið sex konur og sex karla sem mynda endanlegan lista hlaupara sem kjósa á um. Listann má sjá á hlaup.is. Til að velja úr tilnefningum þeim sem bárust og taka þátt í endanlegu vali til jafns við atkvæði hlaupara voru nokkrir þekktir aðilar úr röðum langhlaupara beðnir að skipa valnefnd með umsjónarmanni hlaup.is. Hægt verður að kjósa til hádegis á nýársdag, 1. janúar 2012. Niðurstaða kosningar verður tilkynnt mánudaginn 2. janúar.