Söngvarinn Valdimar Guðmundsson hefur vakið athygli undanfarið.
Söngvarinn Valdimar Guðmundsson hefur vakið athygli undanfarið.
Boðið verður upp á jóla-djasstónleika í Gerðubergi í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefjast þeir klukkan 20.00.

Boðið verður upp á jóla-djasstónleika í Gerðubergi í kvöld, þriðjudagskvöld, og hefjast þeir klukkan 20.00. Á tónleikunum koma fram Valdimar Guðmundsson, söngvari og básúnuleikari, Kristján Tryggvi Martinsson píanóleikari og Leifur Gunnarsson bassaleikari. Hyggjast félagarnir fylla húsið tónum úr ýmsum áttum. Í kaffihúsi Gerðubergs verður boðið upp á súkkulaði, kaffi og rjómapönnukökur.

Valdimar Guðmundsson hefur á síðustu misserum vakið athygli fyrir hljómsveit sína, samnefnda honum. Valdimar lagði stund á nám í djassbásúnuleik og er einnig útskrifaður úr tónsmíðadeild Listaháskóla Íslands. Kristján Tryggvi lauk námi á þverflautu árið 2006 og námi í djasspíanóleik tveimur árum síðar. Hann nemur nú við djassdeild Tónlistarháskólans í Amsterdam. Leifur nemur nú við Ritmíska konservatoríið í Kaupmannahöfn en lauk burtfararprófi frá FÍK vorið 2009.