Litríkt Mikilvægt er að sjást vel þegar hlaupið er í skammdeginu.
Litríkt Mikilvægt er að sjást vel þegar hlaupið er í skammdeginu.
Vetur konungur þarf að ekki að stöðva hlaupaferðir. Þó þarf ýmislegt að hafa í huga sem minna máli skiptir á sumrin. Eftirfarandi ráð eru fengin af vefsíðu breska dagblaðsins Guardian. • Mikilvægt er að klæða sig í eitthvað hlýtt.

Vetur konungur þarf að ekki að stöðva hlaupaferðir. Þó þarf ýmislegt að hafa í huga sem minna máli skiptir á sumrin. Eftirfarandi ráð eru fengin af vefsíðu breska dagblaðsins Guardian.

• Mikilvægt er að klæða sig í eitthvað hlýtt. Þá ekki í þeim skilningi að dúða sig algjörlega og verða síðan eldheitt. Nei, frekar að setja hlaupafötin á ofninn og hlýja þau. Nokkrar góðar upphitunaræfingar heima í stofu virka líka vel.

• Á köldum degi tekur þú minna eftir því að þú svitnir og því enn mikilvægara að muna að drekka nóg. Sumir hafa prófað að hita drykkinn sem þeir taka með lítillega. Volgt Gatorade hljómar kannski ekki freistandi en það má prófa.

• Ef þú ætlar að hitta hlaupafélaga er ómögulegt að þurfa að bíða lengi úti eftir honum/henni. Hittist frekar heima hjá einhverjum eða notið bílinn sem áfangastað og hlaupið þaðan. Svo má líka mætast á miðri leið.

• Þegar dimmt er eins og nú er mjög mikilvægt að sjást vel. Mundu eftir að smella á þig endurskinsborða, merkjum eða vera í fatnaði með slíkum búnaði áföstum. Svo er auðvitað best að vera í skærlituðum fatnaði til að maður sjáist betur.

• Haltu fótunum ánægðum. Það er ekki skemmtilegt að hlaupa blaut/ur í fæturna. Nú er að draga upp vel vatnshelda skó sem þú notar til að hlaupa í á veturna. Eða nota venjulegu hlaupaskóna og vera í vel hlýjum og vatnsheldum sokkum. Sama er að segja um yfirhöfn. Vatnsheldur, þunnur jakki er ómissandi ef það fer að snjóa eða rigna.

• Loks er mikilvægt að fara enn betur með sig og passa sig þegar hlaupið er í vetrarfæri. Hálka og slabb leynist víða og getur þá verið mun betra að hlaupa á grasinu.

Fleiri slík ráð er að finna í greininni sem birtist í Life & Style-flokki vefsíðunnar. En loks er auðvitað mikilvægt að teygja vel eftir hlaupið. Njóta þess síðan að fara í heitt og gott bað og láta þreytu líða úr vöðvunum sem oft vilja verða stífari þegar kólnar í veðri.