Finnska sportvörusamsteypan Amer Sports hefur fest kaup á íslenska fyrirtækinu Nikita ehf. sem hannar snjóbretta- og tískufatnað. Nikita verður áfram með starfsemi á Íslandi.
Finnska sportvörusamsteypan Amer Sports hefur fest kaup á íslenska fyrirtækinu Nikita ehf. sem hannar snjóbretta- og tískufatnað. Nikita verður áfram með starfsemi á Íslandi. Amer Sports er alþjóðlegt fyrirtæki sem á fjölda sterkra vörumerkja á borð við Salomon, Arc'teryx, Wilson, Atomic og er fyrirtækið skráð á NASDAQ OMX í Helsinki, segir í fréttatilkynningu frá Nikita.
Þar kemur einnig fram að félagið velti tæpum 2 milljörðum evra og starfsmenn séu um sex þúsund.