Hægt að kaupa stakan mánuð Líkamsræktarstöðin Hreyfing gerir athugasemd við umfjöllun Morgunblaðsins sl. laugardag um verðskrá nokkurra líkamsræktarstöðva, nánar tiltekið upplýsingar er varða Hreyfingu.
Hægt að kaupa stakan mánuð
Líkamsræktarstöðin Hreyfing gerir athugasemd við umfjöllun Morgunblaðsins sl. laugardag um verðskrá nokkurra líkamsræktarstöðva, nánar tiltekið upplýsingar er varða Hreyfingu. Vilja forsvarsmenn Hreyfingar koma því á framfæri að hægt sé að kaupa mánaðarkort á 10.900 kr., staðgreiða árskort á 71.172 kr. og kaupa áskrift á verði frá 4.990 á mánuði. En í umfjöllun Morgunblaðsins sagði að ekki væri hægt að kaupa stakan mánuð og að árskort kostaði 79.080 kr. Er beðist velvirðingar á mistökunum.