Huang Nubo
Huang Nubo
„Eina sem ég veit fyrir víst varðandi framtíðaráformin er þessi fyrirhugaða 20-30 milljarða fjárfesting á Íslandi, sem Huang sá fyrir sér sem upphaf af þeirra fjárfestingum í Evrópu og þar inn í voru bæði Grímsstaðir á Fjöllum og hótel íReykjavík"...

„Eina sem ég veit fyrir víst varðandi framtíðaráformin er þessi fyrirhugaða 20-30 milljarða fjárfesting á Íslandi, sem Huang sá fyrir sér sem upphaf af þeirra fjárfestingum í Evrópu og þar inn í voru bæði Grímsstaðir á Fjöllum og hótel íReykjavík" segir Halldór Jóhannsson, fulltrúi Huang Nubo hér á landi spurður um þær fregnir kínverskafrétta vefsinsChina Daily aðHuang hyggi á fjárfestingar fyrir tvo milljarða bandaríkjadala í Norður-Evrópu í framtíðinni, þar á meðal á Ísland og Norðurlöndunum. Það hafi líkt og áður hefur komið fram átt að vera byrjunin að fjárfestingum þeirra í ferðaþjónustu utan Kína og að höfuðstöðvar þeirrar starfsemi hafi verið fyrirhugaðar í Reykjavík. Nákvæmar áætlanir um fjárfestingar utan Íslands liggi þó ekki fyrir en hugmyndum Huangs hafi verið sýndur mikill og jákvæður áhugi frá opinberum aðilum í öðrum löndum Skandinavíu. Hann hyggur á að skoða þá möguleika nánar á nýju ári.Halldór segist hafa verið í samskiptum við Fjárfestingastofu egna málsins og segir aðspurður að ekki aðeins sé verið að skoða Grímsstaði á Fjöllum, heldur fjárfestingar almennt. Margir þættir séu þar til skoðunar. Til séu dæmi um fjárfestingarsamninga við erlendra aðila utan Evrópska efnahagssvæðisins. Þá séu einnig til lög frá 2010 umhvata til nýfjárfestinga á Íslandi. Halldór segir að í dag sé þvíeinfaldlega verið að skoða ýmsa möguleika og málið ennþá í vinnslu. sigrunrosa@mbl.is