Eggert Gunnþór Jónsson
Eggert Gunnþór Jónsson
Eggert Gunnþór Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið frá skoska liðinu Hearts til liðs í ensku úrvalsdeildinni og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þar um að ræða annaðhvort QPR eða Bolton.

Eggert Gunnþór Jónsson, landsliðsmaður í knattspyrnu, er á leið frá skoska liðinu Hearts til liðs í ensku úrvalsdeildinni og samkvæmt heimildum Morgunblaðsins er þar um að ræða annaðhvort QPR eða Bolton. Viðkomandi lið kaupir þá Eskfirðinginn sem á hálft ár eftir af samningi sínum við Edinborgarliðið. Eggert staðfesti í Morgunblaðinu í gær að eitthvað þessu líkt væri í gangi en kvaðst þá ekkert geta sagt meira um það.

Heimildir blaðsins herma að jafnvel verði gengið frá samningum í dag en Eggert gæti þá byrjað að spila í Englandi um áramótin. Eggert, sem er 23 ára gamall, hefur verið í röðum Edinborgarliðsins undanfarin sex ár og verið einn lykilmanna þess síðustu tímabilin. vs@mbl.is