Verð á gulli lækkaði í dag vegna ótta fjárfesta um áhrif kreppunnar á evru-svæðinu á efnahag heimsins. Únsan af gulli fór lægst í 1.582,84 Bandaríkjadali í gær, en var skráð á 1.597,59 dali við lokun markaða.
Verð á gulli lækkaði í dag vegna ótta fjárfesta um áhrif kreppunnar á evru-svæðinu á efnahag heimsins.
Únsan af gulli fór lægst í 1.582,84 Bandaríkjadali í gær, en var skráð á 1.597,59 dali við lokun markaða. Eftirspurn eftir gulli hefur minnkað mjög og hefur ekki verið minni í þrjá mánuði, samkvæmt þeim upplýsingum sem Reuters fréttastofan aflaði hjá miðlurum.