Síðasta vefoppboð Gallerís Foldar á árinu er hafið á vefnum uppbod.is og stendur til 22. desember. Á uppboðinu er á fimmta tug verka eftir marga listamenn, auk þess sem boðið er upp verðmætt armbandsúr.
Síðasta vefoppboð Gallerís Foldar á árinu er hafið á vefnum uppbod.is og stendur til 22. desember. Á uppboðinu er á fimmta tug verka eftir marga listamenn, auk þess sem boðið er upp verðmætt armbandsúr. Meðal verka á uppboðinu má nefna tvö eftir Gunnlaug Blöndal og málverk eftir Jón Þorleifsson, Kristján Davíðsson og Óla G. Jóhannsson. Einnig stórt verk eftir Hjalta Parelius en andvirðið verður gefið Fjölskylduhjálp Íslands.