Rokkari Ragnar Zólberg.
Rokkari Ragnar Zólberg.
Ragnar Zólberg er genginn til liðs við sænsku þungarokkssveitina Pain of Salvation sem gítarleikari. Hljómsveitin er ein sú virtasta sem leggur fyrir svokallað framsækið þungarokk eða „prog-metal“ og á þéttan hóp aðdáenda um allan heim.

Ragnar Zólberg er genginn til liðs við sænsku þungarokkssveitina Pain of Salvation sem gítarleikari. Hljómsveitin er ein sú virtasta sem leggur fyrir svokallað framsækið þungarokk eða „prog-metal“ og á þéttan hóp aðdáenda um allan heim. Síðasta plata Pain of Salvation kom út í september og heldur sveitin brátt í tónleikaferðalag um Indland (!) og Evrópu og er nýkomin frá Brasilíu m.a. Ragnar var prófaður sem gítarleikari en um hundrað sóttu um. Hann komst í hóp fimm gítarleikara og segir á vefsíðu sveitarinnar að þeir hafi verið frá Bretlandi, Þýskalandi, Frakklandi, Svíþjóð og Íslandi. Allir þeir sem sóttu um eru aðalsöngvarar og gítarleikarar í eigin böndum.

Ragnar tjáir sig sjálfur á síðunni og er að vonum í skýjunum. Segist ekki hafa haft neitt annað að æfa sig á en gítar tveggja ára frænda síns, þar eð hann dvaldi í London um jólin. Hann hugsi svo með spenningi til næstu vikna.