Rjúpur eftir Guðmund frá Miðdal.
Rjúpur eftir Guðmund frá Miðdal.
Fyrsta uppboð ársins á vefnum uppbod.is er hafið og stendur til 16. þessa mánaðar. Um er að ræða séruppboð til heiðurs Guðmundi frá Miðdal, en á því eru 38 keramíkverk eftir hann, meðal annars rjúpur, rostungar og fálkar.

Fyrsta uppboð ársins á vefnum uppbod.is er hafið og stendur til 16. þessa mánaðar. Um er að ræða séruppboð til heiðurs Guðmundi frá Miðdal, en á því eru 38 keramíkverk eftir hann, meðal annars rjúpur, rostungar og fálkar.

Guðmundur var fjölhæfur listamaður og lagði stund á höggmyndasmíði, málaralist og eirstungu svo eitthvað sé nefnt. Hann var fyrstur til að gera tilraunir með íslenskan leir og njóta gripir hans mikillar hylli.