Hagsmunir Íslands réðu því ekki að Jón Bjarnason var látinn víkja

Ljóst er af athyglisverðu viðtali við Jón Bjarnason, fyrrverandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, í Morgunblaðinu í dag að full ástæða er til að hafa auknar áhyggjur af aðlögunarviðræðunum við Evrópusambandið eftir að hann var látinn víkja úr ráðherraembætti.

Jón hefur verið fastur fyrir og varið hagsmuni Íslands, en forystumenn ríkisstjórnarinnar, jafnt í VG sem Samfylkingu, hafa haft allt aðra hagsmuni að leiðarljósi.

Með brotthvarfi Jóns úr ríkisstjórn eykst ábyrgð annarra að veita ríkisstjórninni aðhald og leitast við að hindra hana í að samþykkja að kasta hagsmunum Íslands fyrir róða. Augljóst er af reynslu Jóns Bjarnasonar að sú hindrun mun ekki koma frá forystu ríkisstjórnarinnar.