Heim Jóhann Helgason fer aftur til Akureyrar og spilar með KA.
Heim Jóhann Helgason fer aftur til Akureyrar og spilar með KA. — Morgunblaðið/Kristinn
Jóhann Helgason sem leikið hefur með Grindvíkingum síðan árið 2006 gengur aftur til liðs við uppeldisfélag sitt KA samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Jóhann mun í dag skrifa undir lánssamning sem gildir út komandi leiktíð.

Jóhann Helgason sem leikið hefur með Grindvíkingum síðan árið 2006 gengur aftur til liðs við uppeldisfélag sitt KA samkvæmt heimildum Morgunblaðsins. Jóhann mun í dag skrifa undir lánssamning sem gildir út komandi leiktíð. Hann er þó samningsbundinn Grindvíkingum til ársins 2013 og mun því eiga eitt ár eftir af samningi sínum við félagið þegar lánstíma hans lýkur hjá KA.

Jóhann er eins og áður sagði ekki ókunnur Akureyrarliðinu en hann spilaði með því sinn fyrsta leik árið 2002.

Jóhann hefur verið fastamaður á miðjunni hjá Grindvíkingum síðustu ár og lék til að mynda 21 leik fyrir liðið á síðustu leiktíð í Pepsi-deildinni auk þriggja leikja í bikarkeppninni og skoraði í þeim tvö mörk.

Jóhann sem verður 28 ára á árinu fylgir í kjölfarið Gunnars Vals Gunnarssonar sem gekk til liðs við KA frá Fjölni þar sem hann var fyrirliði og fastamaður í liðinu. Gunnar er uppalinn hjá KA en spilaði aldrei meistaraflokksleik með félaginu. Hann gekk til liðs við Fjölni árið 2003 og spilaði 188 leiki.

Jóhann er svo annar leikmaðurinn sem heldur til Akureyrar frá Grindavík eftir að keppnistímabilinu lauk. Áður hafði Orri Freyr Hjaltalín skipt yfir í uppeldisfélag sitt, Þór. omt@mbl.is