Viðamikil bresk rannsókn bendir til þess að andlegri getu manna taki að hraka eftir 45 ára aldur, mun fyrr en margir hafa talið. Rannsóknin náði til yfir 7.

Viðamikil bresk rannsókn bendir til þess að andlegri getu manna taki að hraka eftir 45 ára aldur, mun fyrr en margir hafa talið.

Rannsóknin náði til yfir 7.000 opinberra starfsmanna í Lundúnum og stóð í tíu ár, að því er fram kemur í nýjasta hefti British Medical Journal .

Þátttakendurnir, 5.198 karlar og 2.192 konur, gengust undir þrjú próf á tíu árum til að hægt yrði að meta minni þeirra, orðaforða og skilning á töluðu og rituðu máli. Rannsóknarmennirnir komust meðal annars að þeirri niðurstöðu að andlegri getu karla og kvenna á aldrinum 45-49 ára hrakaði um 3,6% að meðaltali á tímabilinu. Andlegri getu karla á aldrinum 65-70 ára hrakaði um 9,6% en kvenna á sama aldri talsvert minna, eða um 7,4%.