— Morgunblaðið/Árni Sæberg
Það var mikið um dýrðir í hádeginu í Grafarvogi í gær en þá fór fram vígsla nýs skóla, Vættaskóla – sameinaðs grunnskóla Borgaskóla og Engjaskóla. Blöðrum var sleppt og skotið upp flugeldum.
Það var mikið um dýrðir í hádeginu í Grafarvogi í gær en þá fór fram vígsla nýs skóla, Vættaskóla – sameinaðs grunnskóla Borgaskóla og Engjaskóla. Blöðrum var sleppt og skotið upp flugeldum. Skólinn fékk nafnið Vættaskóli, enda stendur hann í næsta nágrenni við hinar friðlýstu Vættaborgir. Þá fylgdi nýju nafni ósk um að allar góðar vættir myndu vaka yfir starfi hins sameinaða skóla.