Grindavík Sjómenn á skipum Þorbjarnar hafa fiskað vel á síðustu misserum og þénusta þeirra verið með besta móti.
Grindavík Sjómenn á skipum Þorbjarnar hafa fiskað vel á síðustu misserum og þénusta þeirra verið með besta móti. — Morgunblaðið/Sigurður Bogi
Skip Þorbjarnar í Grindavík lönduðu alls 25.507 tonnum á árinu sem er að líða. Afli frystitogara fyrirtækisins var 16.344 tonn og línubátarnir komu að landi með alls 9.163 tonn. Heildarverðmæti afla skipanna var rúmlega 7,1 milljarður króna.

Skip Þorbjarnar í Grindavík lönduðu alls 25.507 tonnum á árinu sem er að líða. Afli frystitogara fyrirtækisins var 16.344 tonn og línubátarnir komu að landi með alls 9.163 tonn. Heildarverðmæti afla skipanna var rúmlega 7,1 milljarður króna.

Fyrst togararnir. Mest fiskaði togarinn Gnúpur GK 11 eða alls 6.889 tonn eða fyrir rúmlega 2,1 milljarð króna. Hrafn Sveinbjarnarson GK 111 kom að landi með 4.755 tonn af afla fyrir rúmlega 1,6 milljarða og skipverjar á Hrafni Sveinbjarnarsyni veiddu alls 4.700 tonn sem skiluðu í verðmætum 1,477 millj. kr.

Af línubátum Þorbjarnar fiskaði Sturla GK 12 alls 2.490 tonn eða fyrir ríflega hálfan milljarð.

Aðrir línubátar félagsins báru minni afla að landi, það er Ágúst GK 95, Valdimar GK 195 og Tómas Þorvaldsson GK 10. Taka ber þá fram að allir fiskuðu þeir 2.100 tonn og þar yfir á árinu og aflaverðmæti hvers þeirra á árinu var 450 milljónir kr. og þaðan af meira. sbs@mbl.is