Öruggt Steven Gerrard skoraði örugglega úr vítaspyrnu fyrir Liverpool gegn Oldham á Anfield í gærkvöldi.
Öruggt Steven Gerrard skoraði örugglega úr vítaspyrnu fyrir Liverpool gegn Oldham á Anfield í gærkvöldi. — Reuters
Liverpool varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að sigra C-deildarliðið Oldham, 5:1, á Anfield í Liverpool. Robbie Simpson kom Oldham yfir á 28.

Liverpool varð í gærkvöldi fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 32 liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu með því að sigra C-deildarliðið Oldham, 5:1, á Anfield í Liverpool.

Robbie Simpson kom Oldham yfir á 28. mínútu og C-deildarliðið var sterkara framan af leiknum. Adam var hins vegar ekki lengi í Paradís hjá leikmönnum Oldham. Craig Bellamy jafnaði metin tveimur mínútum síðan og Steven Gerrard kom Liverpool í 2:1 fyrir hlé.

Í síðari hálfleik gerðu þeir Jonjo Shelvey, Andy Carroll og Stewart Downing út um leikinn fyrir heimamenn á Anfield sem gátu farið syngjandi sælir og glaðir heim að loknu vel unnu verki. sport@mbl.is