Styrkur Frá afhendingu styrkja Valitor fyrir skemmstu. Orgelkaup, hjálparstarf og íþróttastarf fengu atfylgi sjóðsins.
Styrkur Frá afhendingu styrkja Valitor fyrir skemmstu. Orgelkaup, hjálparstarf og íþróttastarf fengu atfylgi sjóðsins.
Samfélagssjóður Valitor úthlutaði átta styrkjum í nýliðnum desembermánuði en hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni sem bæta mannlíf og efla.

Samfélagssjóður Valitor úthlutaði átta styrkjum í nýliðnum desembermánuði en hlutverk sjóðsins er að styðja við vandlega valin málefni sem bæta mannlíf og efla.

Að þessu sinni hlutu eftirtaldir aðilar styrk úr sjóðnum; Ásdís Hjálmsdóttir – frjálsíþróttadeild Ármanns, til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012; Helga M. Þorsteinsdóttir – frjálsíþróttadeild Ármanns, til undirbúnings fyrir Ólympíuleikana í London 2012, Baldvin Oddsson til að stunda framhaldsnám í trompetleik við San Francisco Conservatory of Music; Hrund Gunnsteinsdóttir – Krád Consulting, til að sinna Young Global Leader (YGL) á vegum World Economic Forum; Félag heyrnarlausra til að styrkja Menntunarsjóð heyrnarlausra og einnig til kynningar á táknmálinu; Stykkishólmskirkja til kaupa á pípuorgeli; Mæðrastyrksnefnd Reykjavíkur til hjálparstarfs í Reykjavík fyrir jólin 2011; Hjálparstarf kirkjunnar og Rauði kross Íslands til hjálparstarfs.

Alls voru 16 styrkir veittir á árinu 2011, en fyrri úthlutun sjóðsins fór fram í maí sl. Sjóðurinn var stofnaður fyrir 20 árum og hafa frá upphafi verið veittir samtals 132 styrkir til einstaklinga og samtaka sem starfa að menningar-, mannúðar-, samfélags- og velferðarmálum. Heildarupphæð styrkja á síðasta ári var um 15 millj. kr. Næsta úthlutun fer fram á vormánuðum.

sbs@mbl.is