— Morgunblaðið/Sigurgeir S.
Oddfellowreglan á Íslandi hefur tekið að sér að framkvæma og kosta nauðsynlegar breytingar á líknardeildinni í Kópavogi en til stendur að sameina starfsemi líknardeildarinnar á Landakoti og deildarinnar í Kópavogi.

Oddfellowreglan á Íslandi hefur tekið að sér að framkvæma og kosta nauðsynlegar breytingar á líknardeildinni í Kópavogi en til stendur að sameina starfsemi líknardeildarinnar á Landakoti og deildarinnar í Kópavogi.

Áætlað er að kostnaður við breytingar á húsi 9, sem mun hýsa legudeild, verði 51 milljón króna og kostnaður við hús 8, þar sem verður dag- og göngudeild, verði 50 milljónir króna. Gert er ráð fyrir að öllum framkvæmdum verði lokið 1. október næstkomandi.

Líknardeildin í Kópavogi hóf starfsemi 1999 fyrir tilstuðlan Oddfellowreglunnar í tilefni 100 ára afmælis hennar.