Atvinna Lífeyrir eru hluti kjaranna og telur forysta verkalýðsfélaga goðgá að þau verði skert.
Atvinna Lífeyrir eru hluti kjaranna og telur forysta verkalýðsfélaga goðgá að þau verði skert. — Morgunblaðið/Árni Sæberg
[ Smellið til að sjá stærri mynd ]
Tímabært er að alþingismenn og ráðherrar umgangist almenna lífeyrissjóði á forsendum sjóðanna en ekki sem skattfé. Þetta segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar – stéttarfélags, í leiðara fréttablaðs félagsins sem kom út nú eftir áramótin.

Tímabært er að alþingismenn og ráðherrar umgangist almenna lífeyrissjóði á forsendum sjóðanna en ekki sem skattfé. Þetta segir Sigurður Bessason, formaður Eflingar – stéttarfélags, í leiðara fréttablaðs félagsins sem kom út nú eftir áramótin. Sjóðina sjálfa segir hann ekki eiga neitt. Þeir byggist á samansöfnuðum réttindum sjóðfélaga og skattlagning á fé þeirra sé árás á eignir fólks.

„Það er siðlaus málflutningur sem gengur út á að hægt sé að leggja þetta fé sjóðfélaganna undir skattlagningu ríkisvaldsins. Ef sú verður raunin endar það í eyðileggingu á undirstöðum lífeyriseignar landsmanna. Eða hverjum dettur það í hug þegar skattur verður kominn á lífeyriseign okkar, að þar verði látið staðar numið. Þekkjum við einhverja skattlagningu fyrr eða síðar sem hefur verið aflöð þegar skattstofn hefur á annað borð verið myndaður,“ segir Sigurður.

Í leiðaranum segir Sigurður mikið réttlætismál að koma til móts við lágtekju- og millitekjufólk sem sé eignalítið eða eignalaust eftir hrunið. Slíkar aðgerðir kosti mikið og tjónið verði aldrei að fullu bætt.

„Það eru engin rök fyrir því að taka lífeyriseign þessa fólks og fjármagna með því vaxtabætur til þess að bæta því fólki upp tapaða eignastöðu af völdum hrunsins,“ segir Sigurður og bætir við að í augum uppi liggi að ef afla eigi tekna til þessa með skattlagningu þurfi hún að vera á almennum forsendum og gangvart öllum – en ekki aðeins gagnvart þeim einum sem greiða í lífeyrissjóði á almennum vinnumarkaði.

sbs@mbl.is